Runni eða tré allt að 7 m hátt, greinar grannar, þyrnar beinir til ögn bognir, 3-5 sm langir.
Lýsing
Lauf breiðegglaga, breiðkeilulaga eða þverstýfð, 5-10 sm löng, gróf og oft tvísagtennt, með 4-5 stutt flipapör ofan við miðjuna, dökkgræn ofan, loðin, að lokum hárlaus á neðra borði. Blómskipunin hærð. Blómin 1,5-2 sm breið. Frjóhnappar bleikir. Aldin perulaga, glansandi, skarlatsrauð, holdið mjölkennt. Aldin koma í september.
Uppruni
NA N-Ameríka (Connecticut to Ontario, Illinois og Pennsylvania. Hefur numið land á Bretlandseyjum).
Harka
z5
Heimildir
7, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Haustsáning.
Notkun/nytjar
Stakstæð tré eða runnar, í beð, í þyrpingar.Þolir hvassviðri en ekki saltsteink frá hafi, getur þolað loftmengun.Aldin eru æt, þau eru borðuð fersk eða soðin, bragðið er mjög gott. Aldinin eru ögn mjölkennd en safarík og það er hægt að borða þau í miklu magni í eftirrétti. Hægt er að nota þau í bökur, niðursoðin og fl., líka er hægt að þurrka þau til notkunar seinna. Það eru allt að 5 fremur stór fræ í miðju aldininu, liggja oft mjög þétt saman svo þétt að það virðist sem eitt fræ þegar aldinið er borðað.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til eitt tré undir þessu nafni sem sáð var til 2000 og gróðursett í beð 2004.