Lauffellandi runni eða lítið tré, 2-5 hátt, með 2-2,5 sm langa þyrna, greinar hárlausar eða hærðar. Breytileg tegund, greinar rauðbrúnar í fyrstu en síðar gráar.
Lýsing
Lauf breiðegglaga til tígullaga, 3-7 flipótt, djúpskert(!), skert allt að ¾ að miðstrengnum, hvítgræn á neðra borði og oft hærð, flipar bogadregnir og snubbóttir eða hvassyddir. Axlablöð heilrend(!), laufleggir oft hærðir. Blómin eru í hálfsveip, hvít, 8-15 mm breið, bikarblöð aflöng(!). Aldin egglaga-kúlulaga eða kúlulaga eða eggvala með 1 fræ, mjög breytileg.
Uppruni
Evrópa, N Afríka, Litla Asía. Sýrland til Palestínu, Kákasus, Armenía.
Harka
5
Heimildir
= 1, 7
Fjölgun
Haustsáning
Notkun/nytjar
Í skjólbelti, limgerði, sem stakstæð tré eða runnar, í þyrpingar, í runnabeð.
Reynsla
Aðaltegundin er ekki í Lystigarðinum. Allharðgerð tegund, þolir vel klippingu en illa flutning. Plantið því sem fyrst út á framtíðarstaðinn.
Yrki og undirteg.
Fjöldi yrkja í ræktun erlendis t.d. 'Aurea', 'Bicolor', 'Flexuosa', 'Pendula', 'Lutescens', 'Rosea', 'Semperflorens', 'Stricta' og 'Variegata'. Þar að auki má nefna undirtegundirnar C. monogyna ssp. monogyna með 3 flipótt blöð sem á heimkynni sín í Karpatafjöllum og V Júgóslavíu, C. monogyna ssp. azorella (Griseb.) Franco. lauf og greinar, þétt dúnhærð, C. monogyna ssp. brevispina (Kunze) Franco 3-5 flipótt blöð, blágræn, hárlaus á neðra borði með heimkynni á Íberíuskaga-Sardínu og C. monogyna ssp. nordica Franco. með 5 sm lauf, 3-5 eða 7 flipótt, hárlaus, grá á neðra borði, blaðstilkur, 2-2,5 sm, aldin nær hnöttótt, dökk rauð, uppruni N og M Evrópa.