Tré allt að 11 m hátt í heimkynnum sínum, krónan útbreidd, greinar gráar, árssprotar hvíthærðir en aðeins samsumars, þyrnar 2,5-5 sm.
Lýsing
Lauf 6-10 sm, breiðegglaga, grunnur bogadreginn, þverstýfður eða hjartalaga, ydd. Laufið þakið með þéttu hári á neðra borði, að lokum er hár aðeins á æðastrengjunum, jaðrar tvítenntir, með 4 eða 5 pör af flipum, blaðstilkar 2,5-5 sm. Blómin í þétthærðum hálfsveip. krónan um 2,5 sm í þvermál, bikarblöð kirtiltennt, fræflar 20, frjóhnappar ljósgulir, stílar 4-5. Aldin 1,2-1,8 sm í þvermál. næstum alveg hnöttótt, rauð, dúnhærð, fræin 4-5. Aldinin falla snemma af trénu.
Uppruni
M N-Ameríka.
Harka
5
Heimildir
1, 2
Fjölgun
Haustsáning.
Notkun/nytjar
Stakstæð tré, í blönduð runnabeð, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvö tré undir þessu nafni sem sáð var til 1992 og gróðursett í beð 2000 og 2009. Nokkuð kaflaskipt, (k:0,1,2) mismunandi eftir árum, vex hægt framan af aldri eins og flestar tegundir þyrna.