Crataegus maximowiczii

Ættkvísl
Crataegus
Nafn
maximowiczii
Íslenskt nafn
Dúnþyrnir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Samheiti
C. sanguinea v. villosa Maxim.
Lífsform
Lauffellandi runni eða lítið tré
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Vor-snemmsumars
Hæð
3-5 m
Vaxtarlag
Dúnþyrnir er mjög lík síberíuþyrni (C. sanguinea) og náskyldur honum en laufin eru djúpskertari, flókahærð á neðra borði, einnig er blómskipunin með samskonar hæringu.
Lýsing
Mjög líkur síberíuþyrni en lauf með dýpri og meira áberandi sepum, auk þess er neðra borð blaða langhrokkinhært og blómskipunin einnig, aldin eru ber, hærð í fyrsu en dökkrauð og hárlaus við þroskun, fær mjög fallega haustliti.
Uppruni
NA Asía.
Harka
5
Heimildir
1, 7
Fjölgun
Haustsáning.
Notkun/nytjar
Stakstæð tré eða runnar, í þyrpingar, í raðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til eitt tré undir þessu nafni sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 2000 og tvö tré sem sáð var til 1995 og gróðursett í beð 2004. Einnig er til ein planta sem sáð var til 2006 undir þess nafni í sólreit 2013. Hefur reynst þokkalega vel í garðinum, en hefur kalið nokkuð mismikið í uppeldi sem ekki er óeðlilegt (k:0-2,5). Hefur skánað með aldrinum. Hefur vaxið í Grasagarði Reykjavíkur mjög lengi og þykir þar ein efnilegasta tegundin af þessari ættkvísl.