Runni, 1-3 m hár, greinar með 2-4 sm langa, bogna þyrna.
Lýsing
Lauf egglaga-oddbaugótt, stutt og með hvassydda flipa, tvísagtennt, skærgræn ofan og hárlaus. Blómskipunin ögn hærð, bikarblaðaoddar með kirtilhærðar tennur. Frjóhnappar gulir. Aldin hnöttótt til eggvala, snubbótt, rauðbrún, þroskuð í október-nóvember.
Uppruni
NA Bandaríkin.
Heimildir
7
Fjölgun
Haustsáning.
Notkun/nytjar
Í runnabeð, í þyrpingar o. fl.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 1987 og gróðursett í beð 1994.