Tré, allt að 12 m hátt í heimkynnum sínum. Greinar oft hangandi, þyrnar kröftugir, 3 sm langir, fáir.
Lýsing
Laufin breið egglaga-aflöng, 3-8 sm löng, sagtennt og ögn flipótt. Dökkgræn að lokum á efra borði og glansandi, að neðan er aðeins aðalæðastrengurinn hærður, hárlaus að öðru leyti á neðra borði. Blómin 1 sm í þvermál, 10-20 í hálfsveip, 20 fræflar í hverju blómi. Aldin stutt-oddbaugótt, djúpvínrauð í fyrstu, síðar svört, glansandi, fullþroskuð í ágúst a. m. k. erlendis. Fuglar eru sólgnir í þau.
Uppruni
V N Ameríka.
Harka
5
Heimildir
= 1, 7, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Haustsáning.
Notkun/nytjar
Stakstæð tré, í skjólbelti, í raðir, í þyrpingar, í runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til þrjár plöntur undir þessu nafni í sólreit 2013, sem sáð var til 2002. Að öllum líkindum er þetta harðgerð tegund en lítt reynd hérlendis. Vex í náttúrunni í Bandaríkjunum frá Kaliforníu og alla leið upp til Alaska og Kanada og ætti því að vera hægt að finna hentugt kvæmi til ræktunar hér á landi.