Crataegus columbiana

Ættkvísl
Crataegus
Nafn
columbiana
Ssp./var
v. chrysocarpa
Höfundur undirteg.
(Ashe) Dorn
Íslenskt nafn
Grænþyrnir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Samheiti
Crataegus chrysocarpa Ashe
Lífsform
Lauffellandi tré
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Vor
Hæð
- 6 m
Vaxtarlag
Krónumikið tré allt að 6 m hátt. Greinar þéttar, þyrnar grannir.
Lýsing
Lauf 3-5 sm, breiðegglaga til kringluleit. Flipar í 3-4 pörum, með tvöfaldar tennur. Blóm um 2 sm í þvermál. Bikarblöð með kirtilhár. Aldin næstum hnöttótt, rauð, holdið gult.
Uppruni
NA N-Ameríka
Harka
H2
Heimildir
2
Fjölgun
Haustsáning.
Notkun/nytjar
Stakstæð tré, í raðir, í blönduð runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til eitt tré undir þessu nafni sem sáð var til 1984 og gróðursett í beð 2000, kelur flest ár.