Crataegus coccinoides

Ættkvísl
Crataegus
Nafn
coccinoides
Íslenskt nafn
Rauðþyrnir*
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Runni - lítið tré
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi)
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
4-6 m (- 8 m)
Vaxtarlag
Lauffellandi runni eða lítið tré. Krónan hvelfd, þyrnar 3-5 sm langir, dökkpurpura.
Lýsing
Lauf 5-6 sm, þríhyrnd til egglaga, grunnur bogadreginn, þversniðinn eða hjartalaga, jaðrar með 4-5 pör af hvassyddum flipum, sem eru kirtilsagtenntir, rauðir í fyrstu, næstum hárlausir, verða gulgrænir. Blóm 2 sm í þvermál, 4-7 saman í hálfsveip. Fræflar 20, frjóhnappar bleikir. Aldin 1 sm í þvermál, næstum hnöttótt, skærrauð, fræ 5.
Uppruni
M Bandaríkin (Missisippi)
Harka
Z5
Heimildir
1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Haustsáning.
Notkun/nytjar
Þyrpingar, beð , stakstætt
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni í sólreit 2013, sem sáð var til 2002.