Crataegus canadensis

Ættkvísl
Crataegus
Nafn
canadensis
Íslenskt nafn
Bakkaþyrnir*
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Runni - lítið tré
Kjörlendi
Sól til hálfskuggi
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní
Hæð
3-5 m (-8 m)
Vaxtarlag
Lauffellandi runni eða lítið tré. C. canadensis er náskyldur C. mollis og margir grasafræðingar álíta C. canadensis hluta af C. mollis. Hann myndar auðveldlega blendinga með öðrum tegundum af Crataegus.
Lýsing
Laufin eru heil, fjaðurstrengjótt, stakstæð með lauflegg. Blómin eru í hálfsveipum, hvít, 5-deild, tvíkynja (þ.e. eru bæði með karl- og kvenkyns líffæri) og eru frævuð af flugum (mýi). Aldinin eru allt að 16 mm löng og 12 mm breið og eru með þétt hold.
Uppruni
A N-Ameríka (Quebec)
Heimildir
http://www.pfaf.org, http://en.hortipedia.com, http://www.mygarden.net.au
Fjölgun
Haustsáning.
Notkun/nytjar
Stakstæð tré, í þyrpingar, í raðir. Getur þolað hvassviðri en ekki saltsteink frá hafi. Þolir loftmengun. Aldin eru æt og eru borðuð hrá eða soðin. Hægt er að nota þau í bökur, niðursoðin o fl. Einnig er hægt að þurrka þau til notkunar seinna. Það eru allt að 5 fremur stór fræ í miðju aldininu, liggja oft mjög þétt saman svo þétt að það virðist sem eitt fræ þegar aldinið er borðað.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2000 og gróðursett í beð 2004.