Lítið skrauttré sem verður 4-6 m hátt og 6-9 m breitt. Sprotar langhærðir í fyrstu en verða fljótt hárlausir, purpuralitir, þyrnar fáir, allt að 1 sm langir.
Lýsing
Lauf 6 sm, djúpskert með 4-7 mjóa flipa, milligræn, fliparnir ögn fíntenntir við oddinn. Blómin 1,5 sm í þvermál, hvít eða næstum hvít, koma í 12-16 blóma klösum síðla vors. Fræflar rauðir. Blómin standa aðeins 10-14 daga. Aldinin dökkrauð ber sem koma í ágúst. Fræið er eitrað ef það er borðað. Gulir haustlitir. Börkurinn gullgulur og flagnar, sem ásamt snúnum greinum gera rússaþyrninn eftirsóknarvert tré, jafnvel að vetrinum.
Uppruni
SA Rússland.
Sjúkdómar
Með mikinn viðnámsþrótt gegn sveppasýkingu, (apple rust).
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1980 og gróðursett í beð 2007. Hefur reynst þokkalega í Lystigarðinum en er nokkuð miskalinn eftir árum (k:0,5-3). Eldri planta er í S04-08 sem stendur en þarf að færa inn í garðinn.