Cotoneaster uniflorus

Ættkvísl
Cotoneaster
Nafn
uniflorus
Íslenskt nafn
Fjallamispill
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur með rauðri eða grænleitri slikju
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
0,3-0,5 m (-1 m)
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, jarðlægur til uppréttur, greinarnar dúnhærðar þegar þær eru ungar, verða hárlausar með aldrinum.
Lýsing
Lauf allt að 3 sm, þunn, oddbaugótt til öfugegglaga, hárlaus ofan, ögn dúnhærð neðan í fyrstu, verða hárlaus og blágræn. Blómin stök eða tvö og tvö saman, krónublöð upprétt, hvít með rauða eða græna slikju. Aldin allt að 5 mm, hnöttótt, rauð, kjarnar/fræ 3-4.
Uppruni
M Kína.
Harka
5
Heimildir
= 1,7
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í stór ker og kassa, í beðjaðra, blönduð runnabeð.
Reynsla
Í Lystgarðinum er til ein planta sem sáð var til 2001. Stutt reynsla enn sem komið er - er í uppeldi.