Cotoneaster adpressus var. praecox, Cotoneaster praecox 'Boer'
Lífsform
Dvergrunni
Kjörlendi
Sól til hálfskuggi
Blómalitur
Bleikur
Blómgunartími
Vor
Hæð
0,4-0,6 m (-0,9 m)
Vaxtarlag
Greinar enn lóðréttari en á aðaltegundinni, ekki baksveigðar. Vex hratt. Bogsveigðar greinar, bera stór, appelsínurauð aldin.
Lýsing
Laufin sígræn-hálfsígræn, dökkgræn ofan, ljósgræn neðan dálítið vaxkennd, glansandi, snubbótt verða skærrauð að haustin. Lítil skærrauð ber sem standa fram á vetur.
Uppruni
Garðauppruni.
Harka
7
Heimildir
1, http://www.ontarioplants.ca
Fjölgun
Síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Á veggi, sem hengirunni. Falleg blóm og aldin, fallegir haustlitir. Berin laða að fugla að vetrinum.Þolir loftmengun.
Reynsla
Ein planta var keypt í Lystigarðinn 2007, kól mikið 2008 og lognaðist útaf 2009.