Cotoneaster moupinensis

Ættkvísl
Cotoneaster
Nafn
moupinensis
Íslenskt nafn
Kínamispill
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Bleikur
Blómgunartími
Sumar
Hæð
1-2 m (- 3 m)
Vaxtarlag
Lauffellandi, uppréttur runni, allt að 5 m hár í heimkynnum sínum.
Lýsing
Lauf allt að grófhrukkótt, allt að 15 × 8 sm. Blómin bleik, 10-25 í knippi, krónublöðin upprétt, fræflar 15-20. Aldin allt að 8 mm í þvermál, öfugeggvala til hálfhnöttótt, purpurasvört, kjarnar/fræ 4-5.
Uppruni
Kína.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Sumargræðlingar, haustsáning.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 2000 og gróðursettar í beð 2004. Þrífast vel.