Cotoneaster microphyllus

Ættkvísl
Cotoneaster
Nafn
microphyllus
Ssp./var
v. cochleatus
Höfundur undirteg.
(Franch.) Rehder & E.H. Wilson
Íslenskt nafn
Hulumispill
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Samheiti
Cotoneaster cochleatus (Franch.) G. Klotz
Lífsform
Sígrænn jarðlægur runni
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Vor-snemmsumars
Hæð
0,3-0,5 m (- 0,8 m)
Vaxtarhraði
Hægvaxta
Vaxtarlag
Lágvaxinn, útbreiddur, runni, greinar rótskeyttar þar sem þær ná snertingu við mold.
Lýsing
Lauf 0,5-1 sm, gormstæð, oddbaugótt-egglaga glansandi græn ofan, grá neðan, blómin hvít, einföld, blómstrar á greinunum. Aldin rauð. hnöttótt.
Uppruni
Himalaja.
Harka
5
Heimildir
1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sumargræðlingar með hæl, haustsáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, einnig sem þekjuplanta á sólríkum vaxtarstað. Hún myndar þétta gróðurbreiðu.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til þrjár plöntur sem sáð var til 2000 og gróðursettar í beð 2003 og 2004, Fallegar plöntur sem þrífast vel. Einnig tvær plöntur sem sáð var til 2001 og gróðursettar í beð 2004, þrífast vel.