Sígrænn hálfrunni, allt að 1 m hár. Ungar greinar ullhærðir.
Lýsing
Laufleggir 1-2 mm, laufblaðkan oftast oddbaugótt, 6-12 × 4-7 mm, hárlaus bæði ofan og neðan, eða næstum hárlaus neðan, verða hárlaus. Blómbotn og bikarblöð ögn dúnhærð á ytra borði. Krónublöð bleikleit.
Uppruni
Himalaja, Kína (SA Xizang, NV Yunnan), Bhutan, Indland, Kashmír, Myanmar, Nepal, Sikkim í 3900-4200 m h. y. s.)
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar, rótskeytlingar.
Notkun/nytjar
Í ker, í steinhæðir, í brekkur, sem þekjurunni.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2006, er í sólreit 2012. Lítt reynd enn sem komið er, en er í uppeldi í garðinum. Ætti að vera þokkalega harðgerð.