Lauffellandi runni, allt að 3 m hár í heimkynnum sínum. Þéttgreindur, uppréttur, dálítið útsveigðar greinar, ungar greinar ullhærðar. Brum án brumhlífarblaða.
Lýsing
Lauf stakstæð, allt að 7 sm, egglaga-oddbaugótt, ydd, glansandi græn og hárlaus ofan. Blómin bleikhvít, 5-15 í knippi, fræflar 15-20. Aldin allt að 1 sm, egglaga, glansandi, svört, kjarnar/fræ 2-3.Rauðir og gulir, fallegir haustlitir og svört aldin sem hanga á runnanum fram á vetur.
Uppruni
Altaífjöll, Russia (Siberia) and Mongolia
Harka
z3
Heimildir
1, http://www.missouribotssnicalgarden.org
Fjölgun
Sumargræðlingar, haustsáning og ef til vill vetrar- eða síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Klippt eða óklippt limgerði, í blönduð beð, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til gamlar plöntur sem og tvær sem sáð var til 1987 og gróðursettar í beð 1993 og 1994, og ein sem sáð var til 1990 og gróðursett í beð 1992. Hefur verið lengi í ræktun. Harðgerður og vindþolinn(k:0-0,5 yfirleitt). Á það til að drepast úr sveppasjúkdómi (rauðátu) ef hann er klipptur mjög mikið. Sveppgróin berast með óhreinum verkfærum.