Lauffellandi, uppréttur runni eða hálfsígrænn. Smágreinarnar útbreiddar, gráflókahærðar þegar þær eru ungar, seinna hárlausar og brúnar.
Lýsing
Lauf yfirleitt í 2 röðum, grófgerð, breið-oddbaugótt til öfugegglaga eða næstum kringlótt, 2-5 sm löng, 1,5-4,5 sm breið, daufgræn ofan, með grá eða gulleit flókahár á neðra borði, verða að lokum næstum hárlaus. Leggir 4-7 mm langir. Blómin 5-20 í þéttri blómskipun. Krónublöð hvít, upprétt. Aldin svört með bláleitt hrím, næstum kúlulaga, 7-9 mm í þvermál, með 1-2 kjarna/fræ.
Uppruni
M Asía, Íran, Afganistan, Túrkestan.
Heimildir
7
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2000. Gróðursett í beð 2004, lofar góðu.