Cotoneaster ignavus

Ættkvísl
Cotoneaster
Nafn
ignavus
Íslenskt nafn
Glæsimispill
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi eða hálfsígrænn runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Bleikur
Blómgunartími
Maí
Hæð
- 2 m
Vaxtarlag
Lauffellandi eða hálfsígrænn, uppréttur runni, náskyldur C. niger, stífuppréttur, allt að 2 m hár. Ungar greinar í byrjun gráflókahærðar, seinna hárlausar.
Lýsing
Laufin gormstæð, egglaga, 2,5-4,5 sm löng, dökkgræn ofan, hvítgræn neðan, hærð. Blómin 8-13 í gisblóma blómskipun. Krónublöð upprétt, skástæð, (mikilvægt einkenni!), bleik. Aldin dökkbrúnrauð, oddvala, allt að 8 mm löng, með 2-3 kjarna/fræ. Laufið appelsínugult á haustin.
Uppruni
A Túrkestan, Tienshan.
Heimildir
7
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1998. Er í sólreit 2011, lofar góðu.