Sígrænn, mjósleginn runni með bogsveigðar geinar sem eru þétt dúnhærðar þegar þær eru ungar.
Lýsing
Lauf allt að 3 sm, oddbaugótt, dálítið dúnhærð, verða glansandi græn ofan með tímanum, með þéttan, sinnepsgulan hárflóka á neðra borði. Blómin 5-15, bikar loðinn, krónublöð upprétt, hvít með rósbleika slikju á ytra borði. Aldin allt að 7,5 mm, aflöng, appelsínugul til skærrauð, kjarnar/fræ 3.
Uppruni
SV Kína, Myanmar og Tíbet.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2000 og gróðursett í beð 2002, kelur lítið, þrífst vel.