Cotoneaster foveolatus

Ættkvísl
Cotoneaster
Nafn
foveolatus
Íslenskt nafn
Skútamispill
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi
Blómalitur
Beik og hvít
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
1-2,5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, uppréttur runni, allt að 3 m hár, greinar útstæðar, í tveim röðum, þakin gulu hári þegar þau eru ung, verða hárlaus með aldrinum.
Lýsing
Lauf gagnstæð, heilrend, allt að 8 sm, oddbaugótt til lensulaga, langydd, mött og að lokum hárlaus ofan, dúnhærð neðan. Blómin eru í dúnhærðum hálfsveip, 3-6 saman, 7,5 mm í þvermál. Krónublöð upprétt, bleik og hvít. Aldin 7,5 mm í þvermál, hnöttótt, smáhnetur/fræ 3-4.
Uppruni
M Kína
Harka
4
Heimildir
1, http://en.hortipedia.com
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í runnabeð. Þolir allt að -34°C.
Reynsla
Var til í uppeldi í Lystigarðinum, en ekki lengur. Lítt reynd enn sem komið er.