Lauffellandi, meðalstór runni, óreglulegur í vextinum, álíka hár og breiður, margstofna, fíngerður, með skástæðar uppréttar, langar greinar. Grannir, purpurabrúnir stilkar, greinabyggingin minnir á fiskdálk. Ungar greinar ekki vörtóttar, en dúnhærðar.
Lýsing
Lauf stakstæð, heil, allt að 2-2,5 sm löng, egglaga-oddbaugótt, þunn, glansandi, dökkgræn, næstum hárlaus eða ögn dúnhærð á neðra borði, stilkar dúnhærðir. Haustlauf gul, rauð, purpuralit, eru lengi á plöntunni. Blómin lítil, rauð með hvítu, 1-4 í knippi, fræflar 10-13. Blómstrar senmmsumars. Aldin allt að 9 mm, oddvala eða eggvala, rifsberjarauð, kjarnar/fræ 2-4. Aldin rauð, 0,8 mm þroskast frá september fram í október. Ræktað vegna fallegra blóma og aldina.
Uppruni
V Kína.
Sjúkdómar
Laus við alla sjúkdóma.
Harka
5
Heimildir
= 1, http://www.hort.uconn.edu
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í limgerði, sem þekjurunni, í þyrpingar eða breiður, á klifurgrindur. Vindþolinn og saltþolinn.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1989 og gróðursett í beð 2000. hefur kalið ögn sum árin.Hefur reynst í meðallagi harðgerður það sem af er í Lystigarðinum (k: 2,5) en reynsla stutt enn sem komið er.