Jarðlægur sígrænn til hálfsígrænn runni, allt að 45 sm hár og 180 sm breiður, þekjurunni. Langar, drúpandi greinar, greinaendar með strjála dúnhæringu, verða hárlausir. Greinabyggingin minnir á fiskidálk. Börkur er þunnur, rauðbrúnn, ungar greinar dúnhærðar.
Lýsing
Lauf minni en á aðaltegundinni, 1-1,5 sm, egglaga til öfugegglaga, bogadregin í oddinn og oft framjöðruð. Blóm 1-3, en oftast tvö og tvö saman.
Uppruni
M Kína
Harka
5
Heimildir
1, http://www.hort.uconn.edu
Fjölgun
Sumargræðlingar, haustsáning, græðlingar með hæl síðsumars.
Notkun/nytjar
Í ker, í brekkur, í steinhæðir, í þyrpingar, sem þekjurunni og á veggi. Talinn vindþolinn.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1999 og gróðursett í beð 2001. Harðger, þrífst vel, kelur ekkert.