Laufin litlu stærri en hjá aðaltegundinni, en með styttri legg. Laufleggur 1,5-2,5 mm, laufblaðka egglaga eða öfugegglaga til oddbaugótt, minni en 5 sm. Blómskipunin er 4-6 sm í þvermál, með mörg blóm,(9-)15-31 blóm. Aldin stór og þétt saman, með 4-6 kjarnar/fræ.
Uppruni
Kína
Harka
5
Heimildir
1, http://apps.rhs.org.uk, http://www.efloras.org
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, í raðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta undir þessu nafni, frá því fyrir 1960, þrífst vel. Ígulmispill hefur reynst vel í Lystigarðinum (k:0-3) - getur farið illa í vorfrostum, dálítið miskalinn eftir árum.