Cotoneaster adpressus

Ættkvísl
Cotoneaster
Nafn
adpressus
Íslenskt nafn
Skriðmispill
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Samheiti
Cotoneaster horizontalis v. adpressus C.K. Schneid.
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi)
Blómalitur
Rauður með hvítu ívafi
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0,2-0,3 m
Vaxtarhraði
Hægvaxta
Vaxtarlag
Jarðlægur, lágvaxinn runni með útstæðar, rótskeyttar greinar.
Lýsing
Lauf allt að 1,5 sm, breiðegglaga til öfugegglaga, þunn, mattgræn, hárlaus eða lítið eitt dúnhærð á neðra borði, jaðrar bylgjaðir. Lauf fá oft margar rauða liti að haustinu. Blómin rauð með dálitlu hvítu, stök eða tvö og tvö saman, fræflar 10-13. Aldin allt að 8 mm, hálfhnöttótt, skærrauð, kjarnar 2-4.
Uppruni
Kína
Harka
4
Heimildir
= 1, http://www.missouribotanicalgarden.org
Fjölgun
Sumargræðlingar, haustsáning, 5-7,5 sm græðlingar með hæl síðsumars eða með rótskeyttum greinum að vori.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, hleðslur, klappir, brekkur. Myndar þétta þekju á sólríkum stöðum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein aðkeypt planta sem gróðursett var í beð 2001. Mjög falleg og þrífst vel. Hefur reynst vel í garðinum (k:0-1)
Yrki og undirteg.
Cotoneaster adpressus 'Little Gem' Þéttari en ekki eins kröftugur, helst grænn og sýnir litla haustliti, þroskar ekki aldin.