Uppréttur, lauffellandi, marggreindur runni með hvelfdan topp, allt að 3 m hár í heimkynnum sínum og álíka breiður, greinar dúnhærðar.
Lýsing
Lauf 2,5-5 sm, egglaga-oddbaugótt, mattgræn, ögn dúnhærð bæði ofan og neðan þegar þau eru ung, ljósgrænni á neðra borði. Laufin fá falleg appelsínugul og rauð litbrigði að haustinu. Ársprotar dúnhærðir. Lítil blóm með 5 hvít krónublöð og bleika slikju, blómin 2-5 í stuttum hálfsveip. Blómin hafa takmarkað skrautgildi. Aldin allt að 1 sm, oddvala, hárlaus, svört, þroskast að haustinu og standa fram á vetur. Þessi tegund er mjög lík gljámispli (C. lucidus) að útliti nema gljámispill er með dökk, glansandi lauf og minni dúnhæringu að vorinu.
Uppruni
Kína
Sjúkdómar
Engar alvarlegar skordýraplágur hrjá runnan svo vitað sé. Bakterísjúkdomar á misplum eru þekktir a.m.k. erlendis svo sem fireblight sem er af völdum bakteríu sem nefnist Erwinia amylovora. Einnig eru þekktir sveppasjúkdómar erlendis sem nefnast leaf spot (t.d. Phyllosticta cotoneastrii) og canker (Botryosphaeria) á ensku . Canker er drep í plöntu af völdum sveppa, einhverskonar átumein á greinum, sem berst milli plantna með verkfærum (klippum og sögum) sem ekki hafa verið sótthreinsuð.
Harka
4
Heimildir
1, http://www.missouribotanicalgarden.org
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í kanta, þyrpingar í brekkur, bakka og skógarjaðra.
Reynsla
Hefur verið sáð í Lystigarðinum 2006 og 2010, ekki spírað.
Yrki og undirteg.
Cotoneaster acutifolius 'Nana' greinar útstæðar, um 1 m hár runni, útbreitt vaxtarlag.