Lauffellandi runni, allt að 4 m hár og 3 m breiður, sjaldnar lágvaxið tré. Börkur ljós-grábrúnn, flysjast af í langar, þunnar, uppvafðar ræmur. Stofnar mjög greinóttir, með rótarskot við grunninn.
Lýsing
Laufin kringlótt, snögglega langydd, allt að 10 × 10 sm, með ögn af stinnum hárum á efra borði, hærð á æðastrengjum á neðra borði. jaðrar með hvassar, tígullaga tennur, breið-bogtennt við oddinn. Karlreklar allt að 5 sm, stöku sinnum 10 sm eða lengri, brúngulir. Kvenreklar egglaga, allt að 5 mm. Aldin í endastæðum hnoðum, 1-4 saman, egglaga, hliðflöt, allt að 2 sm, gulbrún-brún, stoðblöð sköruð, allt að 1 sm, djúp-skörðótt til tennt eða skert með lítið eitt af hvítum silkihárum. Blómin eru einkynja (hvert eitt blóm er annað hvort karl- eða kvenkyns, en bæði kynin er að finna á sömu plöntunni) og eru frævuð af vindinum. Plantan er ekki sjálffrjóvgandi.
Uppruni
Evrópa að Bretlandseyjum meðtöldum, frá Noregi til Spánar og austur til V Asíu.