Cornus canadensis

Ættkvísl
Cornus
Nafn
canadensis
Íslenskt nafn
Tófuber (tófuhyrnir)
Ætt
Skollabersætt (Cornaceae)
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Skuggi, vex best í hálfskugga
Blómalitur
Grænn-rauðfjólublár
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
-0,2 m
Vaxtarlag
Minnir á skollaber (C. suecica) en er aðgreindur á laufum sem eru í þyrpingum á sprotaendunum. Jurtkenndur fjölæringur, allt að 20 sm hár, með skriðular, hálf-trékenndar jarðrenglur.
Lýsing
Lauf 2-4 sm, egglaga til lensulaga, 6 talsins í þéttri, endastæðri hvirfingu. Æðastrengjapör 2-3. Blómin mjög smá, þétt saman í endastæðum sveipum, græn til rauðfjólublá, með 4-6 stór, hvít stoðblöð 1-2 sm löng. Aldin 6 mm í þvermál, skærrauð, hnöttótt.
Uppruni
Alaska til Nýfundnalands, N-Ameríka suður í fjöllin, NA Asía.
Harka
2
Heimildir
= 1
Fjölgun
Haustsáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum hefur verið sáð til tófuhyrnis 2010.