Cornus alba L. f. sibirica (Lodd. ex Loudon) Geerinck
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi
Blómalitur
Gulhvítur
Blómgunartími
Júní.
Hæð
1-2 m
Vaxtarlag
Runni með uppréttar eða uppsveigðar greinar. Dökkgræn lauf. Ber sveipi af litlum, hvítum blómum á vorin og snemmsumars, seinna koma lítil hvít ber. Ungar greinar skærrauðar og áberandi fallegar á sólríkum vetrardögum. Þessi planta er stundum undir nafninu 'Westonbirt' eða C. atrosanguinea.
Lýsing
Lauf kringluleitari en á aðaltegundinni. Líklega ekki eins kröftug og aðaltegundin (allt að 1,8 m hár). Plöntur í sölu eru merktar 'Sibirica' virðast vera breytilegar, vafalaust af fleiri en einni arfgerð.
Sumargræðlingar með hæl, haustsáning, sveiggræðsla að vori.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein aðkeypt planta frá 2006.Þokkalega harðgerður runni og Þrífst vel í garðinum en kelur nokkuð mismikið eftir árum (k:0,5-3,5), fallegastur ef hann er klipptur alveg niður árlega.