Fjölær jurt, 50-150 sm há, með grópum, greinótt ofantil. Stöngull sívalur. Lauf með uppblásið slíður.
Lýsing
Aldinið ferkantað klofaldin með vængi á köntunum, 5-6 mm löng, oddbaugótt, flöt. Á bak hliðinni eru þrír stuttir hryggir og tveir hryggir sem eru breiðir til hliðanna, framhliðin er með fjóra eða fleiri ilmkirtlagrópir, 5,8-7,3 x 3,7-4,3 mm. Yfirborð er matt til gljáandi, grópir dökkbrún, hryggir ljósbrúnir.
Uppruni
Evrasía.
Heimildir
= J. Lid, Norsk-sv. flora, https://books.google.is/book?id=5vd-ZE7UV8C&pg=PA457&lpg=PA457&dq=coniuselinum+tataricum+desctiption&source....
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1982 og gróðursett í beð 1987, þrífst vel.
Útbreiðsla
Vex með sjó fram, stundum drjúgan spöl frá sjónum.