Colchicum vernum (L.) Ker.-Gawler, Bulbocodium vernum L.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikpurpura.
Blómgunartími
Apríl-júní.
Hæð
7-10 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur með rótarhnýði sem er aflangt, allt að 3 sm í þvermál, hreistrin næstum svört. Lauf 3 eða 4, koma um leið og blómin en ná fullri stærð seinna, verða allt að 15 x 1,5 sm, með slíður við grunninn og útstæða blöðku.
Lýsing
Blóm stök (sjaldan 2 eða 3) rétt ofan við yfirborð jarðar, 4-8,5 sm, bleikpurpura, sjaldan hvít. Blómhlífarblöð band-lensulaga, ydd, tennt við grunninn. Blómhlíf með 6 ósamvaxin blöð, hvert skipt í tungu og langa mjóa nögl, neglur samvaxnar á tönnum eða eyrnablöðum við grunn tungunnar og mynda því pípu. Fræflar 6 með granna frjóþræði, festir við grunn tungunnar. Egglag yfirsætið, en neðanjarðar, 3-hólfa með mörg eggbú. Stíll með 3 frænissepa efst, óskiptur neðantil. Fræ hnöttótt.
Sáning (nýtt fræ), skipting á hnausnum þegar plantan er í dvala. Hnýði sett niður í ágúst, 10-15 sm djúpt.
Notkun/nytjar
Í kanta, í steinhæðir. Verður langlíf þar. Þetta er eitruð planta.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, til annarrar var sáð 1989 og hún gróðursett í beð 1992, hin kom sem hnýði sem voru gróðursett í beð 2010, þrífst vel.