Clematis viticella

Ættkvísl
Clematis
Nafn
viticella
Yrki form
Kermesina
Íslenskt nafn
Fagurbergsóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae)
Samheiti
Clematis kermesina rubra, Clematis viticella v. kermesina
Lífsform
Hálfrunni - klifurrunni
Kjörlendi
Sól og skjól
Blómalitur
Djúprauður
Blómgunartími
Júní-september
Hæð
2-3 m (-4 m)
Vaxtarlag
Mjög blómviljugur, stór og kröftugur klifurrunni með fjaðurskipt lauf. Verður 2-3 m hár og 1-1,5 m breiður.
Lýsing
Lauf græn haust, vor og sumar. Sterk djúprauð blóm með 4 breið bikarblöð 6 sm í þvermál og með hvíts bletti við grunninn með svarta fræfla, blóm frá miðju sumri fram á haust. Glæsileg, hárauð litbrigði lita blómin á þessum kröftuga og blómviljuga yrki Yrkið kom fram rétt eftir 1880 í velþekktri, franskri gróðrarstöð, Lemoine. Blómhlífarblöðin eru 4 og með græna odda þegar blómið springur út annars eru þau rauðleit og með skínandi hvítan grunn og jaðrarnir vefjast innundir sig, skærir litirnir umlykja miðju með svörtum fræflum.
Uppruni
Yrki.
Harka
H4
Heimildir
http://www.thegardencentregroup.co.uk/item/Clematis/Kermesina/UXX#ixzz26iG8NpTM, http://www.diggingdog.com, http://apps.rhs.org.uk
Fjölgun
Fjölgað með sveiggræðslu eða græðlingum af hálftrénuðum viði.
Notkun/nytjar
Á veggi eða grindur í góðu skjóli og sól. Hægt að rækta í keri sem er a.m.k. 45 sm djúpt og breitt. Gróðursetjið í rakaheldinn, vel framræstan jarðveg með ræturnar í skugga og stilkana laufið og blómin í sólinni eða hálfskugga.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1990 og gróðursett í beð 2001. Þrífst mjög vel og blómstrar mikið.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Til eru fleiri en 300 yrki með nafni af Clematis og enn fleiri villtar tegundir. Úrvalið er með mikið af blóm, fallegt lauf sem lítið þarf að hafa fyrir og skrautlega frækolla. Notið bergsóleyjar (Clematis spp.) til að þekja trjástubba og dauð tré sem stoðgrind, pergólur/laufgöng/laufþak eða klifurgrindur, veggi og háa runna. Þær eru helst gróðursettar fremur grunnt á svala vel framræsta staði með moltu eða lauf til að skyggja á þær neðst og sjáið til þess að þær hafi eitthvað til að klifra upp eftir.Clematis tegundir geta verið sumargrænir eða sígrænir runnar eða jurtkenndir fjölæringar, flestar klifrandi með laufóttum vafstilkum og oft með skrautleg blóm. Sumar tegundanna eru með fallega dúnkennda frækolla á haustin.Vitacella-grúppan eru sumargrænir, klifrandi runnar, oftast með fjaðurskipt lauf og drúpandi, einföld eða ofkrýnd, opin-bjöllulaga blóm, smá eða meðalstór, myndast á sprotum frá fyrra ári á sumrin og snemmhausts.Áður en gróðursett er, er vel rotnuðum húsdýraáburði eða moltu og alhliða áburði blandað vel og vandlega saman við moldina í holunni. Plantið með hvirfil hnaussins 5-7,5 sm djúpt því að þá eru meiri líkur á að sprotar vaxi neðan jarðvegsyfirborðsins. Haldið grunni plöntunnar í skugga og svölum undir jarðvegsyfirborðinu eða lagi af smásteinum eða hellum.