Clematis viticella

Ættkvísl
Clematis
Nafn
viticella
Íslenskt nafn
Fagurbergsóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae)
Lífsform
Hálfrunni - vafrunni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Blár, purpura eða bleikpurpura
Blómgunartími
Sumar-haust
Hæð
2-3 (3,5) m
Vaxtarlag
Hálftrékenndur klifurrunni sem verður allt að 3,5 m hár.
Lýsing
Stofnar grannir, ögn rákóttir, greyptir, rauðleitir, dálítið ullhærðir meðan þeir eru ungir. Lauf allt að 12,5 sm, fjaður-þrílaufa smálauf allt að 6,5 sm, lensulaga til breiðegglaga, oft 2-3 flipótt heilrend, nokkuð leðurkennd, þétt dúnhærð, einkum á neðra borði, æðar áberandi. Blóm 4 sm í þvermál dálítið hangandi, stök eða með nokkur blóm í greinóttri blómskipun, axlastæðri eða endastæðri. Blómleggir allt að 10 sm langir, bikarblöð 4, blá, purpura eða bleikpurpura, öfugegglaga, allt að 4 × 3 sm, útstæð breið, bylgjuð-tennt, silkihærð á ytraborði, frjóþræðir víkka út og eru hárlausir. Smáhnetur hliðflatar, tígullaga, rifjaður, breiðar, stuttar, silki-langhærðar meðan þær eru ungar, seinna hálfhárlaus, með mjög stuttan, hárlausan stíl.
Uppruni
S Evrópa
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Á veggi eða grindur í góðu skjóli og sól.
Reynsla
Tvær plöntur eru til í Lystigarðinum, sem gróðursettar voru í beð 1994 og 1995, en deyja nánast niður á hverju ári.
Yrki og undirteg.
Clematis viticella var. kermesiana, fínleg með rauðfjólublá blóm Fjöldi yrkja í ræktun erlendis en ekkert af þeim er í Lystigarðinum.