Lauffellandi, hálftrékenndur, fjölær vafrunni, allt að 30 m hár í heimkynnum sínum. Stofnar rákóttir, ullhærðir.
Lýsing
Lauf fjaðurskipt, 5-laufa, sjaldan þrílaufa. Smálauf egglaga, sjaldan bandlensulaga, hálfhjartalaga, tennt eða næstum heilrend, ögn langhærð til hárlaus. Blóm 2 sm í þvermál, í axlastæðum skúfum með stoðblöð, blómleggir þéttdúnhærðir, Bikarblöð grænhvít, aflöng, allt að 11 mm, snubbótt, þétt hvítlóhærð. Frjóþræðir hárlausir, frjóhnappar allt að 2 mm langir. Smáhnetur dálítið hliðflatar, með langan, fjaðurlíkan stíl.