Greinar rauðbrúnar, hárlausar eða næstum hárlausar. Lauf bláleit, fjaðurskipt, 4-8 laufa, smálauf allt að 8 sm, egglaga eða kringlótt, stundum 2-3 flipótt, oftast hjartalaga við grunninn, heilrend, seig, blágræn hárlaus, með litla þyrniodda, greinilega netæðótt, endaflipinn er orðinn að vafþræði, laufleggur 8 sm. Blóm krukkulaga, allt að 3×2 sm, mjókka mjög mikið að munna, stök, hangandi, blómskipunarleggur gáróttur, allt að 15 sm langur. Bikarblöð skarlatsrauð til fagurrauð, þykk, mjó-egglaga, dálítið baksveigð, jaðrar ullhærðir. Smáhnetur með fjaðurlíkan, 4 sm stíl.
Uppruni
SV Bandaríkin
Harka
z4
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Á veggi eða grindur í góðu skjóli og sól.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein aðfengin planta sem þrífst vel.