Clematis orientalis

Ættkvísl
Clematis
Nafn
orientalis
Íslenskt nafn
Gullbergsóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae)
Lífsform
Vafrunni, klifurrunni
Kjörlendi
Sól og skjól
Blómalitur
Gulur til gulgrænn
Blómgunartími
Júlí-september
Hæð
2-4 m (- 8 m)
Vaxtarlag
Klifurrunni (vaf) eða jarðlægur runni.
Lýsing
Runni sem getur orðið allt að 8 m hár/langur í heimkynnum sínum. Stofnar rákóttir, greinar grannar, hárlausar. Lauf allt að 20 sm, fjaðurskipt, 5-7 laufa, sjaldan 3- eða 7-laufa, smálauf snubbótt til breið-oddbaugótt, ydd eða odddregin, mjókka snögglega að grunni, þríflipótt, heilrend eða tennt, hálfleðurkennd, grágræn, hárlaus, silkihærð, bláleit. Blóm allt að 5 sm í þvermál, stök eða í 3- til margblóma, endastæðum eða axlastæðum sveipum með stoðblöð, blómskipunarleggur allt að 10 sm, dúnhærður. Bikarblöð gul eða grængul, 4, aflöng eða oddbaugótt allt að 14 mm, odddregin, skástæð, seinna baksveigð, mjög þykk og kjötkennd, silkihærð, ullhærð á jöðrunum, fræflar með frjóþræði sem breikka ofantil, dumbrauð, hár bein og löng. Frjóhnappar allt að 5 mm, gulir. Smáhnetur tígullaga, dálítið gárótt á jöðrunum, dökkbrúnar, ullhærðar með fjaðurlíkan, þétt dúnhærðan stíl, hárin löng og upprétt, stíllinn allt að 5,5 mm langur.
Uppruni
Eyjahafseyjar, Úkraína, SA Rússland, Íran, V Himalaja, V Kína, Kórea
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingur.
Notkun/nytjar
Á veggi eða grindur í góðu skjóli og sól.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum.