Kröftugur klifurrunni (vafrunni), ungar greinar dálítið hærðar, verða síðar hárlausar.
Lýsing
Mjög kröftugur vafrunni. Ungar greinar dálítið dúnhærðar en verða hárlausar með aldrinum. Lauf með þrjú smálauf, laufleggir allt að 9 sm langir, smálauf allt að 10 sm, egglensulaga, ydd, og dálítið djúp-þríflipótt, mjókka smám saman að grunni eða eru bogadregin við grunninn, grófsagtennt, sjaldan heilrend, hárlaus, smáblaðleggir stuttir. Blóm 5 sm í þvermál, blómleggir með 1-5 grópir, axlastæðir, allt að 21 sm langir, dúnhærðir. Bikarblöð hvít eða bleik, 4, sjaldan 5, oddbaugótt, allt að 4 sm, snubbótt eða ydd, skástæð, hárlaus eða næstum hárlaus innan en dúnhærð á æðum á ytra borði. Smáhnetur tígullaga, hárlausar með 1,5 sm langa, hvíta, fjaðurlíka stíla.