'White Moth' er sumargræn klifurplanta. Blómin eru drúpandi, um 10 sm breið og koma á vorin og snemmsumars á greinum frá fyrra ári. Blómin líta út fyrir að vera hálffyllt en þau eru einföld með 4 löng bikarblöð, ydd og smækkaða krónublaðalíka fræfla í miðjunni. Blómin standa lengi, eru einföld og falleg, rjómahvít eða hreinhvít. Stöku sinnum blómstrar plantan aftur síðsumars. Að blómgun lokinni koma silfurlitir frækollar. Laufin eru meðalstór, græn, 10-15 sm löng, og skipt í 3 aflöng eða lensulaga smálauf. ;
Uppruni
Yrki. Upprunalega frá Síberíu, Mongólíu og Kína.
Harka
5
Heimildir
7, http://www..backyardgardener.com
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Gróðursett á sólríkan stað í sendinn eða leirkenndan frjóan, rakan til meðalrakan jarðveg. Á veggi eða grindur í góðu skjóli og sól. Lítið þarf til að halda plöntunni við.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2002 og gróðursett í beð 2006.
Yrki og undirteg.
Clematis macropetala og yrki af henni eru frábærar plöntur að rækta upp eftir grindum og girðingum.