Klifurrunni, greinar kantaðar, hærðar í fyrstu. Stilkar grannir, kantaðir, ungar greinar eru ullhærðar.
Lýsing
Lauf allt að 15 sm, tví- þrífingruð, blaðstilkar eru grannir, smálauf allt að 4×2 sm, egglaga til lensulaga, ydd, bogadregin eða mjókka smám saman, stundum hjartalaga við grunninn, óreglulega grófsagtennt og djúpflipótt, hárlaus eða næstum hárlaus. Blóm allt að 10 sm breið, hangandi, stök, axlastæð, blómleggir grannir, 7,5 sm+, bikarblöð blá eða fjólublá, 4, aflöng-lensulaga, allt að 5 sm × 8,5 mm, ydd, þéttdúnhærð, gervifræflar fjölmargir í mörgum röðum, þétt ullhærðir, fjólubláir á ytra borði, mjó-oddbaugóttir, yddir, bláhvítir innan, bandlaga, fræflar margir, frjóhnappar fölgulir. Smáhnetur egglaga, með granna, fjaðurformað, 4 sm langa stíla.
Uppruni
N Kína (Kansu) N-Síbería, Mongólía.
Harka
z3
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar og vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Á grindur, veggi, girðingar og net hverskonar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta frá 1994 sem var gróðursett í beð 2001, hefur reynst vel.
Yrki og undirteg.
Fjölmörg yrki í ræktun og nokkur Þeirra í garðinum t.d. Clematis macropetala 'Maidwell Hall' (gömul í garðinum), ´Markham's Pink', 'Rosy O'Grady' og 'White Swan'. Þessar hafa allar staðið sig vel en 'Maidwell Hall' þó sýnu best enn sem komið er. Fjölmargar aðrar eru síðan í ræktun erlendis og væntanlega ekki síðri.