Lauf fjaðurflipótt, 5-7 smálaufa, smálauf allt að 7 sm, seig, egglaga til lensulaga, lang-odddregin, fleyglaga við grunninn, gróftennt og oft þríflipótt, gulgræn, hárlaus eða ögn þornhærð-dúnhærð. Blómin 2 sm í þvermál, einkynja, í hálfsveipkenndum skúf. Bikarblöð hvít, allt að 1,5 sm löng, útstæð, ullhærð. Smáhnetur þétt-langhærð, hárin bein; í stórum knippum með hvítan fjaðurlíkan stíl sem er allt að 6 sm langur.