Jurt sem klifrar ekki, allt að 60 sm há. Ungir sprotar þéttdúnhærðir, seinna hárlausir. Greinar kantaðar, grópstrengjóttar. Lauf heil neðst, 2-3 fjöðruð ofar, smálauf aflöng, lensulaga til egglaga, heilrend, stundum ögn sagtennt, langhærð. Blómin pípulaga eða bjöllulaga, 2-5 sm, stök, endastæð, stundum líka í blaðöxlunum, hangandi, blómskipunarleggir langir. Bikarblöð 4, djúp-blápurpura til fjólublá, þykk, aflöng, 2,5 sm, baksveigð, ljósari á ytra borði, fræflar 2,5 sm Smáhnetur tígullaga með langæa, fjaðraða, brúna, stíla, allt að 5 sm langa.