Náskyld C. orientalis. Lauf fjaðurskipt, smálauf 5-7, bláleit, fremur þykk, snubbótt, tennur oddlausar, óreglulegar eða með ógreinilegar tennur. Blómskipunin legglaus eða leggstutt. Blóm í klösum í blaðöxlunum, bikarblöð gul, stundum með rauðan lit eða purpuralit neðan, allt að 2,5 sm, nokkuð þykk, egglaga, upprétt eða útstæð.