Blómstöngull allt að 40 sm, blómin 4-12 á hverjum stöngli, drúpa dálítið. Blómhlífin blá með hvítan hring í miðjunni, pípan 3-5 mm, flipar 8-10 x 2-4 mm. Frjóþræðir hvítir.
Uppruni
V Tyrkland.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, hliðarlaukar, laukar lagðir á 5-7 sm dýpi.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í blómaengi, sem undirgróður, í grasflatir.
Reynsla
Meðalharðgerð, lítt reynd tegund. Ekki í Lystigarðinum 2015.