Chionodoxa luciliae

Ættkvísl
Chionodoxa
Nafn
luciliae
Yrki form
'Alba'
Íslenskt nafn
Fannastjarna
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær laukjurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 20 sm
Vaxtarlag
Lauf oft baksveigð, 7-20 sm.
Lýsing
Blómstöngull oftast 1 á lauk, allt að 14 sm hár með 1 eða 2 blóm. Blómin upprétt. Blómhlífin hvít, pípan 2,5-4 mm. Flipar 1,2-2 sm x 3-8 mm. Frjóþræðir 2,5 mm og 3 mm, hvítir.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, hliðarlaukar, (laukar eru settir 5-7 sm djúpt).
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í blómaengi, í grasflatir, í steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til plöntur sem komu sem laukar 1982 og 2014, þrífast vel.