Chiliotrichum diffusum

Ættkvísl
Chiliotrichum
Nafn
diffusum
Íslenskt nafn
Brárunni
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae)
Lífsform
Sígrænn runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
-1 m
Vaxtarlag
Sígrænn runni, allt að 1 m hár, með marga uppsveigða eða upprétta stöngla, marggreindur. Börkur flagnar, grábrúnn þegar hann er fullvaxinn. Árssprotar hvítlóhærðir, laufóttir.
Lýsing
Lauf stakstæð, 3 x 0,8 sm, aflöng-lensulaga til næstum oddbaugótt, næstum ydd til snubbótt, fleyglaga við grunninn, jaðrar heilrendir, innundnir, legglaus eða með stuttan legg. Dökk glandsandi græn, leðurkennd og hárlaus á efra borði, hvítlóhærð á neðra borði. Blómkörfur allt að 3 sm í þvermál á lóhærðum blómleggjum sem eru allt að 4 sm langir. Blómstæði er með þunn hreistur, reifablöð allt að 10 x 2,5 sm, egglaga til egglensulaga, hvassydd, heilrend, brún með purpura slikju, meira eða minna lóhærð. Tungublóm allt að 12-5 mm aflöng til oddbaugótt eða öfuglensulaga með 3 rif og kirtla. Svifhár 5-6 mm með gulleitri slikju.
Uppruni
S Ameríka (Chile, SV Argentina, Falklands eyjar).
Harka
z6
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í framkant á runnabeði, baka til í fjölæringabeð, í þyrpingar í góðu skjóli.
Reynsla
Hefur reynst meir en í meðallagi harðger og kelur lítið sem ekkert og blómgast ríkulega um mitt sumar. Kemur verulega á óvart þar sem hann er talinn fremur viðkvæmur víða erlendis.