Chamaedapne calyculata

Ættkvísl
Chamaedapne
Nafn
calyculata
Íslenskt nafn
Töfralyng
Ætt
Lyngætt (Ericaceae)
Samheiti
Andromeda calyculata L., Lyonia calyculata (L.) Rchb.
Lífsform
Lágvaxinn, sígrænn runni
Kjörlendi
Hálfskuggi
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Vor
Hæð
0.5-0.8 m
Vaxtarlag
Lágvaxinn, sígrænn runni með útbreitt vaxtarlag. Greinar útstæðar, smágreinar hreistraðar í fyrstu. Töfralyngið er ekta mýrartegund sem vex í heimkynnum sínum á láglendi, í mýrum, trjálausum eða ekki, mómýrum, stararflóum og engjum.
Lýsing
Lauf allt að 5 sm, stakstæð, upprétt til útstæð, egglaga, öfugegglaga, aflöng eða lensulaga, ydd eða snubbótt, heilrend, jaðrar bylgjaðir eða óreglulega tenntir og sljótenntir. Neðra borð með ryðbrúnt hreistur. Blómskipunin hliðsveigður, endastæður, laufóttur klasi allt að 12 sm langur. Blómin allt að 0,6 sm. Bikarblöð 5. Króna hvít, krukkulaga með 5 lítil, ögn baksveigða flipa. Fræflar 10, týtulausir. Eggleg yfirsætið. Aldinið hýði.
Uppruni
Norðurhvel
Harka
z3
Heimildir
1, http://bolt.lakeheasu.ca
Reynsla
Plöntunum var sáð í Lystigarðinum 1991, gróðursett í beð 2001. Vetrarskýling 2001-2007. Yfirleitt ekkert eða mjög lítið kal gegnum árin, ýmist fá eða engin blóm.