Tré með granna, mjóa krónu, sem verður 25-30 m í heimkynnum sínum en mun minni hérlendis.
Lýsing
Stofn allt að 1 m í þvermál. Króna grönn, mjó. Gamlar greinar uppréttar eða aðréttar. Börkur rauðbrúnleitur. Smágreinar grannar, allt að 1,3 mm breiðar, stuttar, útréttar á alla kanta, (ekki allar í sama plani). Barr ilmar við núning, þétt aðlæg; á kröftugum árssprotum eru oddar útréttir, dökkbláleitt til ljósgrænt, engir hvítir blettir, ydd, flat-kjöluð, yfirleitt með greinilega kirtla. Könglar fjölmargir, oft á litlum greinum, kúlulaga, 6 mm í þvermál, með 4-5 hreistur, sjaldan 6. Miðhreistrin með afturbognum þrymla (broddum).
Uppruni
Bandaríki Norður Ameríku.
Harka
5
Heimildir
1,7
Fjölgun
Sáning, haustgræðlingar með hæl.
Notkun/nytjar
Þyrpingar, stakstæð, beð, undir stærri trjám.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1978, gróðursett í beð 1989 og önnur sem sáð var 1991 og gróðursett 2001, vetrarskýli á meðan þær voru ungar. Dálítið kal fyrstu árin, lítið sem ekkert seinni árin.