Greinar ungra plantna uppréttar, útstæðar á gömlum plöntum. Greinar mjög sverar og fjölmargar, flatar, mjúkar viðkomu. Nálar fallega bládöggvaðar í fyrstu, seinna meira blágráar.
Uppruni
Yrki.
Harka
6
Heimildir
7, Roloff/Bärtels 1996: Gehölze
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær planta, sáð 2002, plantað í beð 2004 og 2007. Kólu dálítið meðan þær voru ungar.
Útbreiðsla
Uppruni óþekktur, en hefur verið í ræktun síðan 1887. Auðvelt að fjölga. Mjög útbreitt form og vinsælt.