Dvergform. Kúlulaga í byrjun, seinna meira breiðkeilulaga.
Lýsing
Allt að 2 m háar og 3 m breiðar plöntur erlendis en mun lægri hér. Fremur fáar og sterkar greinar. Smágreinar mjög margar og standa þétt saman, hrokknar, grænar. Barrnálar mjög smáar, ekki þétt aðlægar.