Keilulaga, fremur kröftuglega vaxinn runni eða lítið tré.
Lýsing
Allt að 10 m hátt tré erlendis, en mun lægra hér. Gamlar greinar og ungar fremur uppréttar, smágreinar gullgular, nær grunni eru þær þó meira gulgrænar, geta verið gulbrúnar að vetrinum.
Uppruni
Yrki.
Harka
6
Heimildir
7, Roloff/Bärtels 1996: Gehölze
Reynsla
Til er í Lystigarðinum ein planta sem sáð var 1989, gróðursett í beð 2001, vetrarskýling 2001-2007. Ekkert kal.