Chaerophyllum hirsutum

Ættkvísl
Chaerophyllum
Nafn
hirsutum
Íslenskt nafn
Burknasveipblaðka
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
120 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, stöngullinn allt að 120 sm hár, hærður. Lauf 2-3 fjaðurskipt, fliparnir skarast dálítið, egglaga eða hjartalaga, hærð eða næstum hárlaus, tennt.
Lýsing
Sveipir með misstóra smásveipblöð. Blómin hvít, stöku sinnum með bleika slikju. Krónulöðin randhærð, stílar næstum uppréttir. Aldin mjó egglaga-aflöng, allt að 12 mm.
Uppruni
Evrópa.
Harka
6
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinu er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2001 og gróðursett í beð 2004.
Yrki og undirteg.
Yrkið 'Roseum' er með djúpbleik blóm.